Hátíðahöld vegna 100 ára afmæli Hafnarfjarðar hófust í dag og munu standa fram á sunnudag. Í tilefni af afmælinu komu leikskólabörn saman á Hörðuvöllum og mynduðu tölustafina 100.
Í morgun hefur verið skemmtun fyrir börn á Thorsplani en klukkan 18 hefst langur fimmtudagur í miðbænum en þar munu m.a. listamenn og kaupmenn í bænum bjóða heim og verða uppákomur í verslunum og galleríum til klukkan 22. Sýningar verða opnaðar í Hafnarborg og tískusýning verður á Thorsplani.