Afar öflugur jarðskjálfti

Fólk þusti út á götu í Borgartúni í Reykjavík eftir …
Fólk þusti út á götu í Borgartúni í Reykjavík eftir að skjálftinn reið yfir.

Afar öfl­ug­ur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, varð klukk­an 15:45 og átti upp­tök sín suðvest­ur af Sel­fossi. Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um slys á fólki  en á Sel­fossi og í Hvera­gerði hrundu mun­ir úr hill­um. Enn finn­ast eft­ir­skjálft­ar. 

Skjálft­inn fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu og raun­ar allt til Ísa­fjarðar. Grjót­hrun er í Vest­manna­eyj­um og veg­ur­inn und­ir Ing­ólfs­fjalli er lokaður.  Á Hvols­velli fannst skjálft­inn einnig vel en ekki hrundu mun­ir úr hill­um.

Sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur verið  virkjuð og verður fylgst með ástandi mála þar. All­ar björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í Árnes­sýslu hafa verið kallaðar út vegna jarðskjálft­ans. Einnig hafa sveit­ir á höfuðborg­ar­svæðinu og í Rangár­vall­ar­sýsl­um verið sett­ar í viðbragðsstöðu. Fólk er beðið um að nota ekki síma að óþörfu.

Jarðskjálft­arn­ir tveir sem riðu yfir Suður­land í júní 2000 mæld­ust 6,5 til 6,6 stig á mæl­um Veður­stof­unn­ar og Jarðvís­inda­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna.

Vef­ur um jarðskjálfta og nátt­úru­ham­far­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka