Alexanders Stefánssonar minnst á Alþingi

Alexander Stefánsson.
Alexander Stefánsson.

Alexanders Stefánssonar, fyrrverandi ráðherra, var minnst á Alþingi í kvöld en hann lést í gær, 85 ára að aldri. Alexandar var kjörinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Vesturlandskjördæmi árið 1978 og sat þar til ársins 1991. Hann hafði áður verið varaþingmaður og sat á 14 þingum alls.

Alexander var félagsmálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1983-1987. Hann gegndi einnig fjölmörgum forustustörfum í sveitarstjórnamálum og víðar.

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði að Alexander hefði verið falin mikilvæg ábyrgðarstörf. Þau hefði hann rækt af kostgæfni og notið virðingar bæði samherja sem andstæðinga í stjórnmálum. Hann hefði verið háttvís en einarður og fylginn sér í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert