Fjórða hverju fóstri fertugra og eldri eytt

Fjórða hver kona yfir fertugt sem verður ófrísk lætur eyða …
Fjórða hver kona yfir fertugt sem verður ófrísk lætur eyða fóstri Reuters

Nærri lætur að þriðja til fjórða hver kona yfir fertugu sem verður ólétt láti eyða fóstri. Þetta er svipað hlutfall og verið hefur um árabil. Er þessi aldurshópur næstur á eftir stúlkum undir tvítugu hvað varðar hátt hlutfall fóstureyðinga.

Áhætta með fóstur eykst eftir því sem móðirin er eldri, t.d. eru taldar auknar líkur á Downs-heilkenni. Sóley S. Bender, dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, bendir á að þótt vangaveltur um heilbrigði fóstursins séu eðlilega meiri hjá konum yfir fertugu megi hátt hlutfall fóstureyðinga hjá þeim að hluta skýra með því að þær séu oft búnar að ákveða hve mörg börn þær vilja eignast og fylla kvótann.

Jafnframt segir hún að þótt íslenskt samfélag hvetji fólk til að eignast börn sé vaxandi tilhneiging til að „fólk hugi alvarlega að því fyrirfram hvað barneignir fela í sér svo að sumar treysta sér ekki til að eignast annað barn á þessum aldri“.

Árið 2006 voru framkvæmdar 42 fóstureyðingar hjá konum yfir fertugu auk þess sem hópurinn fæddi 132 börn. Samtals um 176 þunganir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert