Fagnar endurskoðun eftirlaunalaga

Þingflokkur Samfylkingarinnar fagnar samkomulagi formanna stjórnmálaflokkanna um endurskoðun eftirlaunalaga. Það eru söguleg tímamót að formenn allra flokka fallist á að vinda ofan af lagasetningunni  2003 og lýsi sig reiðubúna til að bæta þar úr.

Þingflokkur Samfylkingarinnar mun af fullum heilindum styðja raunverulegar úrbætur á lögunum frá 2003 og heitir á aðra að gera hið sama, að því er segir í ályktun frá þingflokki Samfylkingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka