Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa

Bókahillurnar í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi urðu undan að láta …
Bókahillurnar í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi urðu undan að láta í jarðskjálftanum. mbl.is/Guðmundur Karl

Geir  H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í kvöld, að ríkisstjórnin muni gera það sem í hennar valdi standi til að koma þeim til hjálpar sem orðið hafi verið fyrir tjóni vegna jarðskjálftans í dag. Sagði hann að ríkisstjórnin myndi á morgun ræða frekari viðbrögð vegna jarðskjálftans. 

Geir sagði, að sem betur fer virtust aðeins minniháttar meiðsl hafa orðið á fólki en ljóst sé eignatjón væri mikið. Nú væri forgangsatriði að tryggja öryggi þeirra, sem búa á skjálftasvæðinu.

„Á næstu dögum mun skýrast betur hvert tjónið er og að hvaða marki gildandi tryggingar og viðlagabótakerfi munu mæta því. Á stundu sem þessari standa Íslendingar saman sem einn maður," sagði Geir.  

Geir færði starfsmönnum almannavarna, lögreglu, björgunarsveitum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem komu til aðstoðar í dag þakkir ríkisstjórnarinnar. 

Systurnar Elsie og Rúna Kristinsdætur í Grashaga á Selfossi jafna …
Systurnar Elsie og Rúna Kristinsdætur í Grashaga á Selfossi jafna sig eftir skjálftann, sem dundi yfir í dag. Innanhúss var allt á rúi og stúi. mynd/Magnús Skúlason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert