Fyrst og fremst táknræn athöfn

Bílstjórarnir koma kistu fyrir
Bílstjórarnir koma kistu fyrir mbl.is/Július

Hópur atvinnubílstjóra er samankominn við bensínstöð Olís við Suðurlandsveg en þeir ætla að afhenda ríkisstjórn Íslands 11 líkkistur en Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, fær 30 rauðar rósir frá bílstjórunum. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóranna, segir þetta fyrst og fremst táknræna athöfn.

Að sögn Sturlu ætla bílstjórarnir að vera fyrir utan Alþingishúsið klukkan tólf í dag og vonast til þess að ráðherrarnir taki við gjöfunum. Aðspurður um hvers vegna Jóhanna fái rósir á meðan aðrir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fái líkkistu segir hann að Jóhanna sé sú eina í ríkisstjórninni sem vinni fyrir fólkið í landinu. Til að mynda með því að reyna að bæta kjör þeirra sem minna megi sín og að bjarga Íbúðalánasjóði. Á sama tíma hafi Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lofað því að skoða breytingar á álögum á eldsneyti og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hafi ætlað að afnema eftirlaunalögin umdeildu. „Og hverjar eru efndirnar?" segir Sturla í samtali við mbl.is.

Að sögn Sturlu er hópurinn ekki bara að berjast fyrir réttindum atvinnubílstjóra heldur berjist hann fyrir alla þjóðina.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert