Almannavarnir hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi á Selfossi og Hveragerði og nágrenni vegna jarðskjálftans, og búist er við eftirskjálfta. Ekki mun hafa orðið slys á fólki í skjálftanum. Þjóðvegur eitt er í sundur við Ingólfsfjall.
Þeir sem þarfnast aðstoðar vegna skjálftans eru beðið um að hafa samband við Neyðarlínuna,112. Fólk í Ölfusi, á Selfossi og Hveragerði er beðið um að vera ekki innandyra vegna hættu á frekari skjálftum. Veðurstofan varar við frekari skjálftum. Almannavarnir vilja benda fólki á að kynna sér upplýsingasíður, sem eru á heimasíðu almannavarnadeildarinnar undir náttúruvá, jarðskjálftar.