Í Hveragerði urðu menn óþyrmilega varir við jarðskjálftann sem reið yfir Suðurland í dag og allmargir eftirskjálftar urðu er fréttamenn fengu að líta inn á heimili Sigurðar Tryggvasonar, íbúa í Hveragerði. Þar var allt á tjá og tundri og borðbúnaður, skrautmunir og brotið gler um allt hús.