Almannavarnanefndir Árborgar og nágrennis og Hveragerðis telja óhætt að leyfa íbúum þeirra húsa á svæðinu, sem heil, að snúa heim og dvelja þar í nótt. Íbúum húsa sem skemmst hafa í verður ekki leyft að snúa heim í nótt. Vísað er til mats sérfræðinga um að minni líkur séu en meiri á því eftirskjálftum af stærð skjálftans, sem reið yfir í dag
Í tilkynningu frá nefndunum segir, að þeim sem þurfa eða vilja gistingu að heiman sé bent á að snúa sér til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins og verði leyst úr vanda þeirra þar.
Almannavarnanefndirnar vara við því að eftirskjálftar á bilinu 4 til 4,5 stig á Richter geti orðið í nótt, en það er svipuð stærð og fyrri skjálftinn sem reið yfir í dag.
Ef bilanir koma upp í lagnakerfum sem gera þarf við strax í sveitarfélaginu Árborg er íbúum bent á að hringja í síma 820 9584. Grunn- og leikskólar munu ekki starfa á morgun.
Almannavarnanefndir munu koma saman aftur í fyrramálið.