Óskar Bergsson vill að ákvörðun um Bitruvirkjun verði endurskoðuð

Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun
Af Hengilsvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun Af vefnum hengill.nu

Borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, Óskar Bergs­son, lagði fram til­lögu á fundi borg­ar­ráðs um að borg­ar­ráð beindi því til stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur  að end­ur­skoða ákvörðun sína um að hætta við Bitru­virkj­un.  Til­lög­unni var frestað.  

Til­laga Óskars Bergs­son­ar:

„Ákvörðun stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur frá 20. maí s.l. þar sem ákveðið var að hætta und­ir­bún­ingi Bitru­virkj­un­ar og fresta öll­um frek­ari fram­kvæmd­um á svæðinu hef­ur sætt harðri gagn­rýni.  Marg­ir hafa orðið til þess að velta fyr­ir sér rétt­mæti ákvörðun­ar­inn­ar sem tek­in var inn­an sól­ar­hrings frá því að álit Skipu­lags­stofn­un­ar var kynnt.  

Í yf­ir­lýs­ingu frá Samorku er því haldið fram að Skipu­lags­stofn­un hafi farið út fyr­ir lög­bundið hlut­verk sitt, sam­kvæmt lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um.  Skipu­lags­stofn­un hef­ur brugðist við þeirri yf­ir­lýs­ingu með því að staðfesta að það sé ekki hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar að leggj­ast gegn eða hafna bygg­ingu Bitru­virkj­un­ar.  

Í ljósi þess að álit Skipu­lags­stofn­un­ar var ekki bind­andi, harðra viðbragða hags­munaaðila, mik­ils áfall­ins kostnaðar og nýrr­ar hag­skýrslu ASÍ um veru­leg­an sam­drátt framund­an í ís­lensku efna­hags- og at­vinnu­lífi, samþykk­ir borg­ar­ráð að beina því til stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur að end­ur­skoða ákvörðun sína frá 20. maí.  Það eru ein­dreg­in til­mæli borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur að stjórn fyr­ir­tæk­is­ins end­ur­skoði fyrri af­stöðu sína í ljósi þeirra upp­lýs­inga sem fram hafa komið eft­ir að ákvörðun var tek­in."


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka