Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði fram frumvarp um sjúkratryggingar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði fram frumvarp um sjúkratryggingar.

Fjöru­tíu og þrjú mál eru á dag­skrá Alþing­is á fundi, sem hófst klukk­an 10. Sam­kvæmt starfs­áætl­un er þetta síðasti starfs­dag­ur þings­ins í vor og hef­ur náðst sam­komu­lag milli stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu um af­greiðslu mála.

Nú stend­ur yfir önn­ur umræða um stjórn­ar­frum­varp um sjúkra­trygg­ing­ar. Í sam­komu­lag­inu felst, að málið verður ekki af­greitt í vor held­ur vísað til nefnd­ar í sum­ar og af­greitt í haust þegar þing kem­ur sam­an. Einnig er gert ráð fyr­ir að fresta nokkr­um um­deild­um mál­um, svo sem frum­varpi um líf­eyr­is­sjóði en að skóla­frum­vörp verði hins veg­ar af­greidd.

Ásta Möller, formaður heil­brigðis­nefnd­ar þings­ins, sagði þegar hún mælti fyr­ir áliti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar um sjúkra­trygg­inga­frum­varpið í dag, að með því sé unnt að stuðla að gæðum heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og hag­kvæm­um rekstri henn­ar en jafn­framt verði tryggt að all­ir hafi jafn­an aðgang að henni, óháð efna­hag. Sagði Ásta, að lang­flest­ir þeirra, sem sendu nefnd­inni um­sagn­ir um frum­varpið, lýsi þeirri skoðun að frum­varpið sé mikið fram­fara­skref.

Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, sem sit­ur í heil­brigðis­nefnd fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk, sagði hins veg­ar að nái frum­varpið fram að ganga megi ætla að það leiði til einka­væðing­ar heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Bresk rann­sókn bendi til að ef efnt er til sam­keppni um heil­brigðisþjón­ustu á markaði sem snýst um verð þjón­ust­unn­ar, geti það aukið dán­artíðni sjúk­linga vegna aðgerða. Allt bendi til að verði frum­varpið að lög­um muni það leiða til auk­ins heild­ar­kostnaðar við heil­brigðisþjón­ust­una al­mennt.

„Með til­liti til þeirra orða for­sæt­is­ráðherra að með stjórn­ar­sam­starfi við Sam­fylk­ing­una sé hægt að ná fram breyt­ing­um í heil­brigðismál­um sem ekki væri mögu­legt með öðrum stjórn­mála­flokk­um bend­ir allt til að með þessu frum­varpi um sjúkra­trygg­ing­ar séu uppi áform um grund­vall­ar­breyt­ing­ar," sagði Val­gerður. Bætti hún við, að þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins vilji ekki bera ábyrgð á þeim breyt­ing­um og muni því sitja hjá við loka­af­greiðslu máls­ins.

Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, sagði að í frum­varp­inu væri ekk­ert sem leiddi til einka­væðing­ar og Sam­fylk­ing­in muni aldrei fall­ast á slíkt.

Þing­menn VG skiluðu séráliti um frum­varpið. Átelja þeir hve seint málið kom fram á þing­inu og hve van­reifað það sé þegar litið sé til þess hve mikl­ar grund­vall­ar­kerf­is­breyt­ing­ar er um að ræða. Frum­varpið greiði götu markaðsvæðing­ar inn­an heil­brigðisþjón­ust­unn­ar og gagn­stætt því sem full­yrt sé gætu þess­ar laga­breyt­ing­ar orðið þjóðhags­lega óhag­kvæm­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert