Sjúkrabílar sendir austur fyrir fjall

Allt hrundi úr hillum í Kaffi Krús á Selfossi.
Allt hrundi úr hillum í Kaffi Krús á Selfossi. mbl.is/Golli

Slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur sent þrjá sjúkra­bíla í Hvera­gerði og er í at­hug­un að senda fleiri bíla þangað til þess að vera í viðbragðsstöðu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá slökkviliðinu er ekki vitað um nein slys á fólki en varað hef­ur verið við eft­ir­skjálft­um.

Jón Viðar sagði, að verið sé að flytja búnað aust­ur fyr­ir fjall, þar á meðal tjöld. Sagði hann að verið væri að reyna að fá mynd af ástand­inu. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu er verið að vinna í því að senda mann­skap aust­ur en ekki er komið í ljós hve marg­ir lög­regluþjón­ar muni fara.  

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu hef­ur  björg­un­ar­sveita­fólk, allt frá Klaustri til höfuðborg­ar­svæðis­ins, verið kallað út vegna jarðskjálft­ans. Þar á meðal eru sérþjálfaðir rúst­a­björg­un­ar­hóp­ar. Einnig er verið að senda stjórn­un­art­eymi frá Lands­björgu á staðinn sem og grein­inga­sveit, tjöld og búnað frá Suður­nesj­um.  

Lögregla að störfum á Ölfusárbrú á Selfossi
Lög­regla að störf­um á Ölfusár­brú á Sel­fossi mbl.is/​Guðmund­ur Karl
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert