Skelfingarástand á Selfossi

Frá Bakkatjörn á Selfossi
Frá Bakkatjörn á Selfossi mbl.is/Fannar Freyr

Fannar Freyr Magnússon, íbúi að Bakkatjörn 9 Selfossi, segir að skelfingarástand hafi gripið um sig á Selfossi þegar jarðskjálftinn reið yfir. Segir hann að fólk hafi þust út úr húsum sínum og margir verið grátandi og kallað á ættingja sína. Segir Fannar Freyr að honum hafi brugðið svo við að hann gat sig hvergi hrært.

Segir hann að umferðaröngþveiti hafi myndast í götunni þar sem hann býr þar sem íbúar hafi komið keyrandi alls staðar að til þess að kanna ástandið heima fyrir.  „Skelfingin var gríðarleg og fólk hljóp út úr bílum sínum á miðri götu án þess að drepa á þeim," sagði Fannar Freyr í samtali við mbl.is

Að sögn Fannars Freys fór allt af stað á heimilinu, veggfastir veggskjáir duttu niður af veggjum og húsmunir út um allt. Jafnvel fór skápur, sem fjóra þurfti til að bera inn í húsið, af stað. 

Fannar Freyr segir að skólar hafi verið rýmdir á Selfossi og sjúkrahúsið og þyrla Landhelgisgæslunnar sveimi nú yfir bæinn.

Það var allt á rúi og stúi heima hjá Fannari …
Það var allt á rúi og stúi heima hjá Fannari Frey eftir skjálftann. mbl.is/Fannar Freyr
mbl.is/Fannar Freyr
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert