Þungt haldin á gjörgæslu

Mæðgurnar fluttir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar á Hvolsvelli.
Mæðgurnar fluttir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar á Hvolsvelli. mbl.is/Jón Benediktsson

Líðan fimm ára gamallar stúlku sem flutt var á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í fyrradag eftir að hafa hlotið alvarlega höfuðáverka við veltu sexhjóls er óbreytt, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild. Segir hann að hún sé þungt haldin.

Slysið átti sér stað í Reynishverfi skammt frá Vík í Mýrdal. Að sögn lögreglu stúlkan ásamt móður sinni  á leið niður vegslóða þegar hjólið fór út af slóðanum og valt niður bratta brekku. Móðirin var með bakáverka en gat látið vita um slysið og var brugðið skjótt við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert