Tjöld við grunnskóla á skjálftasvæðunum í nótt

Stólar settir upp við Sólvallaskóla á Selfossi þar sem fjöldahjálparstöð …
Stólar settir upp við Sólvallaskóla á Selfossi þar sem fjöldahjálparstöð var sett á stofn. mbl.is/Golli

Sett verða upp tjöld í nótt við grunn­skól­ana í Þor­láks­höfn, á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri og í Hvera­gerði. Þar verða hjálp­ar­sveita­menn á vakt og þangað geta heima­menn leitað eft­ir aðstoð. 

Í sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna er nú unnið að því að ná yf­ir­sýn  stöðu mála á Suður­landi. Seg­ir í til­kynn­ingu, að mik­il mildi sé hve fáar til­kynn­ing­ar hafi borist  um slys á mönn­um.Hins veg­ar sé eigna­tjón mikið, sér­stak­lega í Hvera­gerði og ná­grenni.  Í Hvera­gerði fóru lagn­ir víða í sund­ur og einnig varð neyslu­vatn grugg­ugt.

Nú eru um 300 björg­un­ar­menn frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu á vett­vangi, lög­reglu­menn eru um 40 og frá Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins eru 26 menn auk tækja og búnaðar.  Fjölda­hjálp­ar­stöðvar á veg­um Rauða kross Íslands eru við grunn­skól­ann í Hvera­gerði og við Sól­valla­skóla á Sel­fossi og verða þær opn­ar í nótt.

Í dag voru opnaðar fjölda­hjálp­ar­stöðvar í grunn­skól­an­um í  Þor­láks­höfn og í safnaðar­heim­il­inu á Hellu. Einnig voru opnaðar miðstöðvar á Hvols­velli, Hellu, Þykkvabæ, Stokks­eyri og Eyr­ar­bakka. Lít­il aðsókn hef­ur verið í þær og verður þeim lokað í kvöld.

Ekki reynd­ist þörf á að opna fjölda­hjálp­ar­stöð í Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíð.  Þeim, sem ekki vilja dvelja á skjálfta­svæðunum í nótt og hafa ekki í önn­ur hús að venda í Reykja­vík, er þó bent á að hafa sam­band við fjölda­hjálp­ar­stöðvar Rauða kross­ins í Vall­ar­skóla á Sel­fossi og við íþróttamiðstöðina í Hvera­gerði því fjöl­marg­ir hafa sett sig í sam­band við Rauða kross­inn og boðið hús­næði fyr­ir þá sem þurfa.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert