Enn eru snarpir eftirskjálftar í Ölfusi. Að sögn Guðrúnar Ernu Jónsdóttur, íbúa við Breiðumörk í Hveragerði, eru íbúar bæjarins enn á fótum, þótt komið sé fram yfir miðnætti. Segir Guðrún Erna að allir séu enn í losti eftir skjálftann mikla, sem reið yfir í dag.
Nærliggjandi verslanir skemmdust mikið skjálftanum og mátti sjá inn um glugga gróðurhúss við götuna að blómapottar hefðu brotnað og ýmsar vörur fallið um koll í hamförunum. Í Hverabakaríi féll kæliskápur þegar jörðin skalf og viðskiptavinir reyndu að komast út í flýti.
Mikil samkennd ríkti meðal íbúa bæjarins í dag eftir náttúruhamfarirnar.