Guðmundur hættir hjá OR og REY

Á fundi stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur í dag var lagt fram og samþykkt  sam­komu­lag um að Guðmund­ur Þórodds­son láti af starfi for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur.  Um leið ljúki starfs­skyld­um og vinnu­skyldu hans sem for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur.  Jafn­framt ljúki starfs­skyld­um og vinnu­skyldu hans sem for­stjóra Reykja­vik Energy In­vest, dótt­ur­fé­lags OR.

Guðmund­ur var for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur en fékk leyfi frá störf­um á síðasta ári til að veita Reykja­vik Energy In­vest for­stöðu. Hjör­leif­ur Kvar­an hef­ur síðan stýrt Orku­veit­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert