Hættuástandi aflétt á Suðurlandi

Íbúar á skjálftasvæðinu hafa verið að skoða skemmdir og taka …
Íbúar á skjálftasvæðinu hafa verið að skoða skemmdir og taka til í dag. mbl.is/Golli

Al­manna­varna­nefnd­ir Árborg­ar og ná­grenn­is og Hvera­gerðis hafa ákveðið að höfðu sam­ráði við Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra að aflétta hættu­ástandi vegna jarðskjálfta. Ekki er gert ráð fyr­ir fleiri stór­um skjálft­um þótt bú­ast megi við eft­ir­skjálft­um.

Í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­nefnd­un­um seg­ir, að drykkjar­vatn sé víða grugg­ugt. Íbúum á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri er bent á að sjóða drykkjar­vatn. Unnt er að nálg­ast drykkjar­vatn við fjölda­hjálp­ar­stöðvar á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri, sem þar eru í tjöld­um og við fjölda­hjálp­ar­stöðina í Valla­skóla við Sól­velli á Sel­fossi. Drykkjar­vatn í Hvera­gerði er í lagi. Starfs­menn Rauða kross Íslands veita áfalla­hjálp á þétt­býl­is­stöðum.

Kynn­ing­ar­fund­ur Rauða kross­ins um af­leiðing­ar jarðskjálfta verður hald­inn í fé­lags­heim­il­inu Stað á Eyr­ar­bakka kl. 19:30, fyr­ir íbúa Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri, en all­ir eru vel­komn­ir til fund­ar.

Starf­semi leik­skóla og skóla­vist­un­ar í Árborg verður með hefðbundn­um hætti á mánu­dag­inn. Starf­semi Sunnu­lækj­ar­skóla og Barna­skól­ans á Eyr­ar­bakka og Stokks­eyri verður sam­kvæmt áður ákveðnu skipu­lagi. Starf­semi Valla­skóla verður með lítið eitt breyttu sniði, og má lesa nán­ar um það á heimasíðu Sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar, www.ar­borg.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert