Kvartað undan auglýsingu

Fé­lag hjúkr­un­ar­fræðinga hef­ur sent á fé­lags­menn tölvu­póst vegna aug­lýs­ing­ar frá Allra átta vefsíðufyr­ir­tæki sem aug­lýs­ir svo­nefnt  „heilsu­vott­orð" fyr­ir vefsíður. Seg­ir fé­lagið, að með texta aug­lýs­ing­ar­inn­ar sé birt mynd af létt­klæddri konu í bún­ingi sem aug­ljós­lega eigi að vísa til hjúkr­un­ar­fræðinga.

Mynd­in er klass­ísk til­vís­un í klám, seg­ir í tölvu­póst­in­um, sem fé­lags­mönn­um hef­ur verið sent. Seg­ir þar að haft hafi verið sam­band við for­stjóra vefsíðufyr­ir­tæk­is­ins og hann beðinn um að taka mynd­ina úr birt­ingu en við því hafi ekki verið orðið. Eins hafi verið haft sam­band við Jafn­rétt­is­stofu í gær sem sett hef­ur málið í hefðbund­inn fer­il.

Eru hjúkr­un­ar­fræðing­ar hvatt­ir til að senda  tölvu­póst til vefsíðufyr­ir­tæk­is­ins og mót­mæla aug­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert