Kvartað undan auglýsingu

Félag hjúkrunarfræðinga hefur sent á félagsmenn tölvupóst vegna auglýsingar frá Allra átta vefsíðufyrirtæki sem auglýsir svonefnt  „heilsuvottorð" fyrir vefsíður. Segir félagið, að með texta auglýsingarinnar sé birt mynd af léttklæddri konu í búningi sem augljóslega eigi að vísa til hjúkrunarfræðinga.

Myndin er klassísk tilvísun í klám, segir í tölvupóstinum, sem félagsmönnum hefur verið sent. Segir þar að haft hafi verið samband við forstjóra vefsíðufyrirtækisins og hann beðinn um að taka myndina úr birtingu en við því hafi ekki verið orðið. Eins hafi verið haft samband við Jafnréttisstofu í gær sem sett hefur málið í hefðbundinn feril.

Eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að senda  tölvupóst til vefsíðufyrirtækisins og mótmæla auglýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka