Fulltrúar lögreglu og almannavarna gerðu grein fyrir stöðu mála á skjálftasvæðinu á Suðurlandi á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Þar greindu þeir frá aðgerðum viðbragðsaðila og hvernig til hefði tekist.
Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra munu heimsækja skjálftasvæðið á Suðurlandi síðar í dag. Ingibjörg Sólrún sagði í morgun að ríkisstjórnin ætlaði gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að hjálpa fólki á skjálftasvæðinu.