Ráðherrar á fundi með heimamönnum

Ingibjörg Sólrún og Geir ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og …
Ingibjörg Sólrún og Geir ásamt Ragnheiði Hergeirsdóttur, bæjarstjóra Árborgar, og Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni. mbl.is/Frikki

Þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, eru á Selfossi og eiga þar nú fund með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu.

Ráðherrarnir segjast vilja afla upplýsinga um um stöðu mála á svæðinu. Gert er ráð fyrir að þau heimsæki fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla á Selfossi í kjölfarið og ræði við fulltrúa Rauða kross Íslands. Þá munu þau væntanlega skoða ummerki skjálftans í Ölfusi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert