Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp

Rice og Ingibjörg Sólrún í Höfða eftir fund þeirra í …
Rice og Ingibjörg Sólrún í Höfða eftir fund þeirra í dag. mbl.is/Jón Pétur

Condo­leezza Rice, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, mót­mælti í dag þings­álykt­un, sem Alþingi samþykkti í nótt, um að verið væri að fremja mann­rétt­inda­brot í fanga­búðunum við Guantánamoflóa á Kúbu.

„Ég vísa því á bug að brotið sé gegn mann­rétt­ind­um í Guantánamo eins og gefið er í skyn í álykt­un­inni," sagði Rice á blaðamanna­fundi með Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur í Höfða í morg­un.

Rice sagði, að Ingi­björg Sól­rún hefði af­hent sér af­rit af álykt­un­inni 
en í henni seg­ist Alþingi for­dæma ómannúðlega meðferð á föng­um í búðum Banda­ríkja­manna við Guantánamo-flóa á Kúbu og hvet­ur Banda­ríkja­menn til að loka búðunum.

„For­set­inn hef­ur sjálf­ur sagt að hann vilji láta loka Guantánamo en vanda­málið er hvað gera eigi við hættu­lega fanga," sagði Rice.

Nú eru um það bil 270 fang­ar í búðunum og eru all­ir grunaðir um hryðju­verk­a­starf­semi eða tengsl við hryðju­verka­menn. Eng­inn þeirra er banda­rísk­ur.

„Við hvetj­um til þess, að áður en fólk gagn­rýn­ir það sem fram fer í Guantánamo, þá kynni það sér skýrslu, sem þing­mannaráð Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu lét gera. Það væri áhuga­vert að þing ykk­ar læsi þá skýrslu og ég mun koma ein­taki á fram­færi," sagði Rice á fund­in­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert