Samstiga í að veita aðstoð

00:00
00:00

Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fóru yfir stöðuna og öfluðu upp­lýs­inga með full­trú­um björg­un­ar­sveita, al­manna­varna­nefnda og sveit­ar­fé­laga á skjálfta­svæðinu. Þau sögðu alla vera sam­stiga í að hjálpa þeim sem hefðu orðið fyr­ir áföll­um í nátt­úru­ham­förun­um.

Geir sagði að það stytt­ist í að hægt væri að af­lýsa hættu­ástandi. Ingi­björg Sól­rún sagði ljóst að það væri mik­il mildi að ekki fór verr. Fram kom í máli þeirra að unnið væri í því að tryggja alla þá aðstoð sem hægt væri að fá fyr­ir fólk á svæðinu. Rík­is­stjórn­in myndi styðja við bakið bæði á íbú­um og op­in­ber­um aðilum til að svo mætti verða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert