Smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á ný

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

Rík­is­stjórn­in hef­ur að til­lögu sam­gönguráðherra ákveðið að falla frá hug­mynd­um um smíði Vest­manna­eyja­ferju í einkafram­kvæmd. Í stað þess verði smíði ferju boðin út með hefðbundn­um hætti og í fram­haldi af því verði rekst­ur henn­ar boðinn út sér­stak­lega. Talið er að smíði nýrr­ar ferju taki um tvö ár.

Sam­gönguráðherra fól Sigl­inga­stofn­un Íslands í fyrra að ann­ast útboð í einkafram­kvæmd á ferju­sigl­ing­um milli Vest­manna­eyja og fyr­ir­hugaðrar Land­eyja­hafn­ar í Rangárþingi eystra. Var það í sam­ræmi við gild­andi sam­göngu­áætlun. Skyldi verktaki byggja ferju sam­kvæmt nán­ari skil­grein­ingu og ann­ast rekst­ur henn­ar í 15 ár.

Fjór­um aðilum var gef­inn kost­ur á að bjóða í verkið að und­an­gengnu for­vali. Tveir ákváðu að skila ekki til­boði en til­boð bár­ust frá Sam­skip­um hf. ann­ars veg­ar og hins veg­ar sam­eig­in­lega frá Vinnslu­stöðinni hf. og Vest­manna­eyja­bæ (V&V). Til­boð Sam­skipa upp­fyllti ekki lág­marks­kröf­ur útboðsgagna og var dæmt ógilt. Til­boð V&V var talið gilt en auk aðal­til­boðs bár­ust nokk­ur frá­vikstil­boð.

Sam­gönguráðuneytið seg­ir, að ekk­ert til­boðanna hafi þótt viðun­andi vegna kostnaðar og var þeim hafnað en ákveðið að fara í samn­ingsviðræður við V&V. Niðurstaðan er sú að aðal­til­boðið er 45% hærra en kostnaðaráætl­un Sigl­inga­stofn­un­ar og frá­vikstil­boðið um 30% hærra. Al­menn regla Sigl­inga­stofn­un­ar sé að taka ekki til­boðum sem eru 10% hærri en kostnaðaráætl­un.

Seg­ir ráðuneytið, að í ljósi þessa hafi verið talið rétt að leggja á hill­una all­ar hug­mynd­ir um einkafram­kvæmd á Vest­manna­eyja­ferju þar sem telja má aðstæður á lána­mörkuðum þeirri aðferð mjög óhag­stæðar um þess­ar mund­ir. Í stað þess verði Sigl­inga­stofn­un Íslands falið að bjóða út smíði nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju með hefðbundn­um hætti í eig­in­fram­kvæmd rík­is­ins. Síðar verði rekst­ur ferj­unn­ar boðinn út á sama hátt og gert hafi verið und­an­far­in ár.

Talið er að smíði nýrr­ar ferju taki um tvö ár. Ný lög um Land­eyja­höfn voru samþykkt á Alþingi í nótt. Hafn­ar­gerðin og lagn­ing nýs Bakka­fjöru­veg­ar eru í útboðsferli og verða til­boð opnuð þann 5. júní.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert