Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli

Condoleezza Rice sat í gær ráðstefnu um Írak í Stokkhólmi …
Condoleezza Rice sat í gær ráðstefnu um Írak í Stokkhólmi í Svíþjóð en hún er væntanleg til Íslands í dag. Reuters

Sam­tök hernaðarand­stæðinga munu standa fyr­ir sýni­kennslu með
vatns­pynt­ing­ar­bekk á Aust­ur­velli kl. 17. Condo­leeza Rice er sér­stak­lega
boðin vel­kom­in þangað til að kynna sér hið raun­veru­lega eðli þess­ar­ar
pín­ing­araðferðar. Sama máli gegn­ir um ís­lenska ráðamenn, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Í dag kem­ur ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna í stutta heim­sókn
til Íslands til fund­ar með hér­lend­um ráðamönn­um. Að þessu til­efni vilja
Sam­tök hernaðarand­stæðinga beina at­hygli að því hvernig banda­rísk yf­ir­völd hafa kerf­is­bundið grafið und­an mik­il­væg­um mann­rétt­inda­sátt­mál­um und­ir flaggi „stríðs gegn hryðju­verk­um", að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Ein birt­ing­ar­mynd þessa er notk­un Banda­ríkja­hers og sam­herja hans á
pynt­ing­um, sem sætt hafa alþjóðlegri for­dæm­ingu. Þekkt pynt­ing­araðferð af þessu tagi felst í því að binda fanga við planka og hella vatni yfir vit
hans til að skapa drukk­un­ar­til­finn­ingu. Banda­rísk stjórn­völd þræta fyr­ir
að sú aðferð telj­ist til pynt­inga," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um hernaðarand­stæðinga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert