Tíðindalítil nótt

mbl.is/Kristinn

Ró­legt var yfir öllu á Sel­fossi og í Hvera­gerði í nótt en ein­hver hóp­ur fólks gisti í tjöld­um fyr­ir utan Valla­skóla á Sel­fossi þar sem fjölda­hjálp­ar­stöð er á veg­um Rauða kross­ins. Í Hvera­gerði gistu ein­hverj­ir í eig­in tjöld­um og felli­hýs­um en Rauði kross­inn er einnig með fjölda­hjálp­ar­stöð þar.

Farið sum­ar­bú­staði og öll hús í dreif­býli sem og þétt­býli

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna fóru björg­un­ar­sveit­ar­menn í Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björgu í alla sum­ar­bú­staði og hús í dreif­býli frá Borg í Gríms­nesi og á Árborg­ar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt. Lauk því starfi á milli tvö og þrjú í nótt og virt­ust eng­ar stór­skemmd­ir vera á bú­stöðum né sveit­ar­bæj­um sem farið var á og ekki var búið að til­kynna um. Fyrr um kvöldið luku björg­un­ar­sveit­ar­menn við að fara í hvert hús í þétt­býli á sama svæði.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­manna­vörn­um ligg­ur ekki ná­kvæm­lega fyr­ir hversu mikl­ar skemmd­ir voru á hús­um á svæðinu enda miklu frek­ar til­gang­ur­inn með eft­ir­liti björg­un­ar­sveita að kanna hvort ein­hver þyrfti á aðstoð að halda.

Eins og fram kom í gær­kvöldi slösuðust 28 manns í skjálft­an­um sem reið yfir síðdeg­is í gær og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­skipta­stöð tek­ur tals­vert lang­an tíma að meta hve mikið tjónið er fjár­hags­lega.  

Sam­skiptamiðstöðin verður starf­rækt þar til síðdeg­is í dag. Eins og áður sagði rek­ur Rauði kross­inn fjölda­hjálpa­stöðvar í Hvera­gerði og Sel­fossi og hef­ur tals­verður fjöldi leitað þangað. Rauði kross­inn gat leyst úr öll­um þeim gisti­mál­um sem til þeirra komu en marg­ir gista hjá ætt­ingj­um og vin­um. Eins var fólki á öldrun­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um komið fyr­ir á ör­ugg­um stöðum.

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg og slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins er með mann­skap og bíla í Hvera­gerði og Ölfussi og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um ásamt sér­sveit lög­regl­unn­ar eru einnig með viðbúnað á svæðinu.

Tankbíll er staðsett­ur við Valla­skóla á Sel­fossi þar sem í ljós kom að neyslu­vatn var grugg­ugt og vilja al­manna­varn­ir koma þeim skila­boðum til al­menn­ings á Sel­fossi að sækja sér neyslu­vatn í tankbíl­inn. 

Frá fjöldahjálparstöð í Hveragerði
Frá fjölda­hjálp­ar­stöð í Hvera­gerði
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert