Vísbendingar um að afl borhola á Hengilssvæðinu hafi aukist

Gufustrókar úr borholum á Hellisheiði.
Gufustrókar úr borholum á Hellisheiði.

Vís­bend­ing­ar eru  um að afl bor­hola á Hengils­svæðinu hefði vaxið við skjálft­ana í gær. Þetta kom fram í máli Hjör­leifs B. Kvar­an, for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur, þegar skrifað var und­ir samn­inga um kaup á véla­sam­stæðum fyr­ir gufu­afls­virkj­an­ir á svæðinu.

Hjör­leif­ur sagði, að um leið og hug­ur manna væri hjá þeim, sem urðu fyr­ir búsifj­um vegna jarðskjálft­anna í gær, sé einnig hægt að hug­leiða að jarðskjálft­ar séu líka end­ur­nýj­un­ar­leið þeirr­ar auðlind­ar sem Íslend­ing­ar séu að nýta. Ef ekki væri fyr­ir þessa hreyf­ingu jarðskorp­unn­ar hér á eld­virka belt­inu, myndi auðlind­in smátt og smátt dala.

Hjör­leif­ur sagði, að strax klukk­an sjö í gær­morg­un óx afl bor­holu í Hvera­hlíð, sem tengd er sír­ita, um helm­ing, en dalaði síðar lítið eitt. Jarðvís­inda­menn telja áhuga­vert að skoða hvort um hafi verið að ræða fyr­ir­boða Suður­lands­skjálft­anna síðar um dag­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert