Allar gullplöturnar ónýtar

Söngvarinn Magni Ásgeirsson
Söngvarinn Magni Ásgeirsson Eggert Jóhannesson

„Það er „fokkt opp“ að koma heim til sín eftir svona. Það er eins og það hafi verið snargeðveikt partí hérna í viku,“ hrópaði Magni Ásgeirsson rokkstjarna er hann kom heim í húsið sitt í Hveragerði eftir skjálftann. Hann var á Akureyri þegar skjálftinn reið yfir og hafði stuttan tíma í gær til þess að reyna að laga skemmdir áður en hann þurfti að rjúka til Grundarfjarðar þar sem Á móti sól lék á dansleik í gærkvöldi. „Það er allt út um allt. Fólkið við hliðina á mér svaf í hjólhýsi í nótt. Þar er útveggur sprunginn. Þetta fór mun betur en annars staðar. Þetta er ekkert sem vert er að grenja yfir.“

Ljósakrónan í svefnherberginu hrundi á rúmið hans, myndir hrundu af veggjum, 200 geisladiskar dreifðust yfir stofugólfið, rauðvínsflöskur splundruðust á eldhúsgólfinu og sjónvarp sonar hans eyðilagðist.

„Gullplöturnar eru allar ónýtar. Svo opnaðist ísskápurinn þannig að lyktin er frekar sterk og ógeðfelld. Það fór eitt málverk eftir ömmu mína í gólfið en sem betur fer er í lagi með myndina sjálfa. Við getum orðað það svo að rammagerðin á Suðurlandinu muni hafa svolítið mikið að gera á næstunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert