Birtir gögn úr Baugsmálinu

Jón Gerald Sullenberger.
Jón Gerald Sullenberger. mbl.is/Golli

„Sem einn sak­born­inga í Baugs­mál­inu hef ég laga­leg­an rétt – sem ég hef nýtt mér – til að fá aðgang að öll­um máls­skjöl­um og gögn­um máls­ins. Vegna fjölda áskor­ana hef ég nú ákveðið að birta op­in­ber­lega hluta af þess­um gögn­um þar sem illskilj­an­legt er hvernig ís­lensk­ir dóm­stól­ar hafa tekið á Baugs­mál­inu að mínu mati."

Svo seg­ir Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger í for­mála á vefsvæði sínu, baugs­malid.is. Þar er að finna máls­skjöl og skýr­ing­ar Jóns Ger­alds á ýms­um þátt­um. Jón Ger­ald seg­ist hafa sett vefsvæðið upp til að opna augu Íslend­inga.

„Þarna eru ekki nein leiðindi í garð Baugs­manna. Þetta eru bara gögn­in og svo verður fólk að lesa þau og kynna sér málið,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að hugs­an­lega verði bætt við fleiri gögn­um síðar.

Gögn­un­um er raðað upp í kafla og bera þeir heiti á borð við „Hvert fóru all­ir pen­ing­arn­ir?“ og „Lög­menn Baugs og sann­leik­ur­inn“. Í þeim leit­ast Jón Ger­ald við að skýra málið frá sinni hlið og not­ar máls­gögn því til stuðnings. Auk þess dreg­ur hann sam­an þær spurn­ing­ar sem hjá hon­um hafa vaknað við lest­ur gagn­anna.

Spurður hvort vefsvæðið sé vís­ir að út­gáfu bók­ar um Baugs­málið seg­ir Jón Ger­ald allt opið í þeim efn­um. „Það hef­ur einn ágæt­ur maður sent mér póst þar sem hann spyr út í þau mál. Það er al­veg klárt mál að þetta er efni í bók.“

baugs­malid.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert