Drengur á þriðja ári, sem brenndist í sprengingu í húsbíl í Grindavík seint á gærkvöld, liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Hann er tengdur við öndunarvél að sögn læknis.
Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum stendur yfir og er talið líklegt að gaskútar í bílnum hafi sprungið með fyrrgreindum afleiðingum. Drengurinn var með afa sínum í húsbílnum þegar slysið varð og slasaðist maðurinn, sem er á sjötugsaldri, einnig en þó ekki eins alvarlega og drengurinn sem brenndist einkum á höfði og höndum.