Fylgi stjórnarflokka eykst en fylgi ríkisstjórnar minnkar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Sam­an­lagt fylgi við rík­is­stjórn­ar­flokk­ana eykst lít­il­lega, en fylgi við rík­is­stjórn­ina minnk­ar, sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup, sem sagt var frá í frétt­um Útvarps­ins. Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú 56%, þrem­ur pró­sent­um minni en í apríl. Þegar fylgi við rík­is­stjórn­ina mæld­ist mest í fyrra­sum­ar var það 80%.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist nú með 33% en það hef­ur minnkað um 4 pró­sent­ur frá því í apríl. Fylgi Sam­fylk­ing­ar mæl­ist nú með 31% en var 26% í apríl.

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­inn­ar græns fram­boðs er nú 22% en flokk­ur­inn fékk 14% í kosn­ing­un­um. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks mæl­ist nú 8% og Frjáls­lynda flokks­ins rúm 5%.

Rúm­lega 16% svar­enda taka ekki af­stöðu eða neita að gefa hana upp, 11% sögðust mundu sitja heima, ef kosið yrði nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert