Gífurleg aðsókn að mbl.is

Gríðarleg aðsókn hef­ur verið að frétta­vef mbl.is í kjöl­far jarðskjálft­anna á Suður­landi. Þannig tvö­földuðust heim­sókn­ir stakra not­enda á fimmtu­dag­inn, þegar tekið er meðaltal síðustu fjög­urra vikna fyr­ir fimmtu­daga. Fyrsta frétt­in af jarðskjálftun­um var les­in 87.568 sinn­um og aðrar frétt­ir sem fylgdu í kjöl­farið fengu einnig mjög mik­inn lest­ur. Mik­il aðsókn var einnig að vefn­um í gær.

Eins og gef­ur að skilja var álag á mbl.is afar mikið á þessu tíma­bili. Vef­ur­inn komst þó klakk­laust í gegn­um þá þolraun. Munaði þar mestu að ný­lega var band­vídd vefjar­ins fimm­földuð ásamt því að keypt­ir hafa verið nýir miðlar­ar til að ráða bet­ur við álagið.

Sett­ur hef­ur verið upp hnapp­ur á forsíðu mbl.is þar sem hægt er að fylgj­ast með öll­um frétt­um og frétta­mynd­skeiðum um jarðskjálft­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert