Hátíð hafsins er um helgina. Á Austurlandi hafa skip siglt um firði með þá sem vilja fara í siglingu, þar á meðal bæði á Fáskrúðsfirði og Eskifirði.
Skip Loðnuvinnslunnar sigldu um Fáskrúðsfjörðinn. Margir skemmtibátar voru einnig í siglingunni að þessu sinni svo allnokkuð er síðan að þátttaka í siglingunni hafa verið jafn góð.
Á Eskifirði tók varðskipið Týr þátt í hópsiglingu en síðan hófst kappróður, reiptog, belgjaslagur og fleiri hefðbundnar sjómannadagsgreinar. Aðalhátíðin verður þó á morgun.