Hátíð hafsins á Austurlandi

Varðskipið Týr tók þátt í hópsiglingu á Eskifirði.
Varðskipið Týr tók þátt í hópsiglingu á Eskifirði. mbl.is/Helgi

Hátíð hafs­ins er um helg­ina. Á Aust­ur­landi hafa skip siglt um firði með þá sem vilja fara í sigl­ingu, þar á meðal bæði á Fá­skrúðsfirði og Eskif­irði.

Skip Loðnu­vinnsl­unn­ar sigldu um Fá­skrúðsfjörðinn. Marg­ir skemmti­bát­ar voru einnig í sigl­ing­unni að þessu sinni svo all­nokkuð er síðan að þátt­taka í sigl­ing­unni hafa verið jafn góð.

Á Eskif­irði tók varðskipið Týr þátt í hóp­sigl­ingu en síðan hófst kapp­róður, reip­tog, belgja­slag­ur og fleiri hefðbundn­ar sjó­mannadags­grein­ar. Aðal­hátíðin verður þó á morg­un.

Skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði sigldu um fjörðinn skreytt fánum.
Skip Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði sigldu um fjörðinn skreytt fán­um. mbl.is/​Al­bert Kemp
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka