Óánægja með störf borgarstjóra eykst

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Ómar

Aðeins um 9% þátttakenda í könnun Gallup eru ánægðir með störf Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra en í janúar sögðust 16% vera  ánægðir með störf borgarstjóra. Þetta kom fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Samfylkingin fengi hreinan meirihluta í borginni ef kosið væri nú.

Um 67% sögðust óánægð með störf borgarstjórans nú og er það nokkuð hærra hlutfall en í janúar þegar Capacent Gallup spurði sömu spurningar.  Þegar eingöngu eru skoðuð svör þeirra sem búa í Reykjavík sögðust 68 %  óánægð með störf borgarstjórans en 11% ánægð.

14% sögðust ánægð með meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista en þetta hlutfall var 27% í janúar, skömmu eftir að meirihlutinn var myndaður. Ef aðeins eru skoðuð svör Reykvíkinga sögðu 16% ánægð en 72% óánægð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert