Ráðinn útlitsritstjóri Morgunblaðsins

Árni Jörgensen
Árni Jörgensen

Árni Jörgensen, sem verið hef­ur full­trúi rit­stjóra á Morg­un­blaðinu, hef­ur verið ráðinn út­lits­rit­stjóri blaðsins frá og með 2. júní. Ráðning út­lits­rit­stjóra er í sam­ræmi við þá áherzlu í nýrri út­gáfu­stefnu blaðsins, sem kynnt verður í næstu viku, að leggja sér­stak­an metnað í út­lit, stíl og fram­setn­ingu Morg­un­blaðsins. Árni verður ásamt nýj­um rit­stjóra, Ólafi Stephen­sen, og Karli Blön­dal aðstoðarrit­stjóra leiðandi í rit­stjórn­ar­leg­um ákvörðunum á blaðinu.

Árni Jörgensen hóf störf á Morg­un­blaðinu 16. júní 1973 og varð full­trúi rit­stjóra 1. maí 1984. Hann hef­ur alla tíð haft for­ystu um breyt­ing­ar á út­liti og fram­setn­ingu blaðsins og tekið að sér marg­vís­leg störf á rit­stjórn­inni.

Eig­in­kona Árna er Mar­grét Þóra Þor­láks­dótt­ir. Þau eiga tvö börn, Þór­unni og Þorra, og fyr­ir átti Árni dótt­ur­ina Freyju.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert