Ráðinn útlitsritstjóri Morgunblaðsins

Árni Jörgensen
Árni Jörgensen

Árni Jörgensen, sem verið hefur fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, hefur verið ráðinn útlitsritstjóri blaðsins frá og með 2. júní. Ráðning útlitsritstjóra er í samræmi við þá áherzlu í nýrri útgáfustefnu blaðsins, sem kynnt verður í næstu viku, að leggja sérstakan metnað í útlit, stíl og framsetningu Morgunblaðsins. Árni verður ásamt nýjum ritstjóra, Ólafi Stephensen, og Karli Blöndal aðstoðarritstjóra leiðandi í ritstjórnarlegum ákvörðunum á blaðinu.

Árni Jörgensen hóf störf á Morgunblaðinu 16. júní 1973 og varð fulltrúi ritstjóra 1. maí 1984. Hann hefur alla tíð haft forystu um breytingar á útliti og framsetningu blaðsins og tekið að sér margvísleg störf á ritstjórninni.

Eiginkona Árna er Margrét Þóra Þorláksdóttir. Þau eiga tvö börn, Þórunni og Þorra, og fyrir átti Árni dótturina Freyju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert