Víkin, sjóminjasafnið í Reykjavík, var opnað formlega á ný á Grandagarði 8 í morgun eftir gagngerar endurbætur. Jafnframt voru opnaðar fimm sýningar sem rekja þróun og fiskveiða og strandmenningar landsmanna í aldanna rás.
Varðskipið Óðinn verður nú hluti af safninu, sem fékk skipið afhent með formlegum hætti í gær. Skipið liggur við sérstaka bryggju safnsins og gefst gestum kostur á að skoða skipið undir leiðsögn. Einnig er dráttarbáturinn Magni við safnbryggjuna en hann er fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi í Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn.
Sjóminjasafnið er staðsett í gamla frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur (BÚR).