Steingrímur talaði mest

Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Ómar

Þingmenn Vinstri grænna voru málglaðastir á Alþingi í vetur. Þar leiddi formaðurinn hjörðina en hann talaði samtals í ríflega þrjátíu klukkustundir. Fast á hæla honum fylgdi Jón Bjarnason sem var í ræðustóli í 24 klukkustundir eða örlítið meira en Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Minnst fór fyrir Herdísi Þórðardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, en hún tók aðeins tólf sinnum til máls á Alþingi í vetur og talaði samtals í 28 mínútur. Næstminnst talaði flokkssystir Herdísar, Björk Guðjónsdóttir, en hún kom í pontu átján sinnum og talaði í það heila í rúma klukkustund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert