Grunnskólanemendur eru um þessar mundir að líta upp úr skólabókunum og framan í vorið og fagna því að vonum. Víða eru haldnar vorhátíðir og ein slík stendur nú yfir í miðborg Reykjavíkur þar sem nemendur Austurbæjarskóla ganga í skrúðgöngu um Laugaveg og nærliggjandi götur.
Gangan er litrík að venu mikið um fána, hnetti,
veifur og boli í öllum regnbogans litum og slagverkssveitir fara á undan.