Mikið fjölmenni er á íbúafundi, sem nú stendur yfir í Sunnulækjarskóla á Selfossi vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi. Í kvöld verður haldinn samskonar fundur í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka en fundirnir eru á vegum bæjarstjórnar Árborgar.
Íbúar eru hvattir til að sækja fundina en þar sitja fyrir svörum fulltrúar Rauða krossins, sveitarfélagins, almannavarna, lögreglu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heilbrigðisþjónustu og Viðlagatryggingar Íslands.