Kvótaniðurskurður hefur skilað árangri í markaðsstarfi

Mannfjöldi er við Reykjavíkurhöfn þar sem hátíðarhöld vegna sjómannadagsins standa …
Mannfjöldi er við Reykjavíkurhöfn þar sem hátíðarhöld vegna sjómannadagsins standa yfir. mbl.is/Júlíus

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í hátíðahöldum í tilefni sjómannadagsins í Reykjavík, að ákvörðun á síðasta ári um mikla skerðingu aflaheimilda í þorski, hefði á erlendum mörkuðum verið tekin til marks um að Íslendingar séu ábyrg auðlindanýtingarþjóð.  

„Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár," sagði Einar.

Hann sagði, að í kjölfarið á þessum niðurskurði hefðu stjórnendur og annað starfsfólk í sjávarútvegi enn sem fyrr sýnt þá ótrúlegu útsjónarsemi, sem hafi verið aðalsmerki þessarar atvinnugreinar.

„Menn hafa fundið leiðir til að búa til meiri tekjur úr minni heimildum, m.a. með hjálp þeirrar stórkostlegu tækni, sem einkennir fiskvinnslu og fiskveiðar okkar. Hækkun afurðaverðs í þorski og lækkun gengis íslensku krónunnar hefur vegið á móti þeirri tekjuminnkun sem þorskaflaskerðingin hefur valdið atvinnugreininni og gert mönnum auðveldara en ella, að sigla í gegn um þennan mikla brimskafl," sagði Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert