Leigubílstjóra ógnað með hnífi og hann rændur

mbl.is/Jim Smart

Farþegi í leigubíl réðist á leigubílstjórann í Reykjavík í nótt, hélt hnífi að hálsi hans og heimtaði peninga. Farþeginn hvarf á brott með peninga og farsíma. Leigubílstjórinn, sem er kona, fékk einhverja áverka á hálsinn, að sögn lögreglu.

Þetta gerðist í Jörvabakka í neðri hluta Breiðholtshverfis klukkan 3:30 í nótt. Árásarmaðurinn gengur laus en lögreglan segist hafa vísbendingar um hann sem hún vinnur út frá.

Mikill erill var hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var mikill fjöldi í miðborginni. Fjórir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert