Ósabraut ekki fyrir bíla?

Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson. mbl.is/Valdís

Hjóla­stíg­ur verður lagður frá Ægisíðu í Elliðaár­dal­inn og hjólaum­ferð skil­in frá göngu­stígn­um, en það er senni­lega stærsta ein­staka aðgerð í hjól­reiðamál­um í Reykja­vík frá upp­hafi, að sögn Gísla Marteins Bald­urs­son­ar borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. Stíg­ur­inn kost­ar 300 millj­ón­ir og teng­ist meðal ann­ars inn á Suður­götu, þar sem gerðar verða ak­rein­ar í báðar átt­ir fyr­ir hjól­reiðafólk.

Lagt er upp með að næsta „risa­skref“ í grænu skref­un­um verði að breyta Reykja­vík í hjóla­borg og fjölga hjól­reiðamönn­um. Til þess seg­ir Gísli Marteinn að fjölga þurfi hjóla­stíg­um og sér­merkt­um ak­rein­um á göt­um fyr­ir hjól­reiðafólk. Og hann vill að hugsað verði fyr­ir þörf­um hjól­reiðafólks þegar gerðar séu nýj­ar göt­ur, ný hverfi og op­in­ber­ar bygg­ing­ar. Þannig vill hann að sam­hliða Sunda­göng­um verði ráðist í Ósa­braut, en hún verði hugsuð fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur og hjól­reiðafólk.

Ósa­braut er í aðal­skipu­lagi, en þar er gert ráð fyr­ir bílaum­ferð. Gísli Marteinn vill breyta því og seg­ir að það eigi að leggja jafn­mik­inn metnað í að greiða götu þeirra sem ganga og hjóla og þeirra sem eru á bíl. „Með Ósa­braut vær­um við að tengja stíg­inn við Sæ­braut­ina við Grafar­vog, Úlfars­fell og ytri byggðir,“ seg­ir hann. „Ég held að hraðbraut yfir þessa fal­legu ósa sé barn síns tíma, enda létt­um við á um­ferð í Ártúns­brekku með Sunda­göng­um. Við höf­um hins­veg­ar tæki­færi þarna til að bæta lífs­gæði íbú­anna og send­um skila­boð um það hvernig við vilj­um þróa sam­göng­ur í borg­inni.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert