Ekkert umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar á Seyðisfirði í vikunni, utan tilkynningu um að ekið hefði verið á kind á Borgarfjarðarvegi. Hlýtur kindin þann vafasama heiður að vera fyrsta fjórfætta fórnarlambið, í nánast orðsins fyllstu merkingu, á þjóðvegum í umdæminu þetta sumarið.
Þetta kemur fram í frétt á Lögregluvefnum.
Þrettán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, tveir til viðbótar voru kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot. Fjórar bifreiðar voru boðaðar í skoðun og skráningarnúmer klippt af þremur bifreiðum.