Góð veiði á sæbjúga

Sæbjúgu.
Sæbjúgu.

Stutt­ur leiðang­ur var ný­lega far­inn á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar á Hann­esi Andrés­syni SH,
í Aðal­vík til að kanna út­breiðslu og magn sæ­bjúg­ans brimbúts  á svæðinu. Í 15 mín­útna togi veidd­ust 400-800 kíló. 

Á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar seg­ir, að tölu­vert hafi veiðst af brimbút sem auka­afla við hörpudisk­veiðar bæði hér­lend­is og í Kan­ada og hafi yf­ir­leitt verið skilað í sjó­inn aft­ur þar sem talið sé að dýr­in drep­ist. Veiðar á brimbút hóf­ust í Kan­ada rétt eft­ir alda­mót­in síðustu og lofa góðu þar sem þessi teg­und þykir eft­ir­sókn­ar­verð vegna út­lits og bragðs, en möttull­inn er nýtt­ur til mat­ar.

Veiðar á brimbút hóf­ust á Íslandi árið 2003 og er afl­inn seld­ur til mann­eld­is í Kína. Við veiðarn­ar er notaður létt­ur skíðisplóg­ur 2 m að breidd. Aðal­veiðisvæðin hafa verið í sunn­an­verðum Breiðafirði, Faxa­flóa og Aðal­vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert