„Það eru þó nokkrir eftirskjálftar á hverjum klukkutíma ennþá," sagði Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hún bætti því við að þeir væru allir um eða undir 2 á Richter en fyndust vel í Hveragerði og nágrenni.
„Það dregur mjög hægt og rólega úr þessu," sagði Steinunn. „Fyrsta daginn voru eftirskjálftarnir í rúmum fjórum," sagði Steinunn og sagði að enn kæmu kviður þar sem vart yrði við aðeins meiri skjálftavirkni.