Langreyðakjöt sent til Japans

Langreyður skorin í Hvalfirði haustið 2006.
Langreyður skorin í Hvalfirði haustið 2006. mbl.is/RAX

Kjöt af sjö langreyðum, sem veidd­ust árið 2006, hef­ur verið selt til Jap­ans og var sent þangað með flutn­inga­vél, að því er kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag. Með sömu vél var einnig sent hrefnu­kjöt frá Nor­egi.

Blaðið hef­ur eft­ir Kristjáni Lofts­syni, for­stjóra Hvals hf., að allt hval­kjötið, 60 tonn, sé nú í Jap­an og aðeins sé tímaspurs­mál hvenær því verði dreift til versl­ana og fiski­markaða. Hann seg­ist hafa fengið ágæt­is verð fyr­ir kjötið.

Kristján seg­ist vongóður um að nýr kvóti fyr­ir langreyðar verði nú gef­inn út. Ein­ar K. Guðfinns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, seg­ir of snemmt að segja til um það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert