Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að ágætis verð hafi fengist fyrir hvalkjöt sem fyrirtækið seldi til Japans. Um það hvort kjötið hefði skilað hagnaði sagði Kristján að litið væri til lengri tíma: „Við sjáum ágæt viðskiptatækifæri í þessu.“
Hann þvertekur fyrir að það sé fyrst og fremst prinsippmál að halda hvalveiðum áfram. Til þess sé kostnaður við þær allt of mikill. Það sé markaður fyrir hvalkjöt í Japan, þar sem Japanar geti ekki mettað innanlandsmarkaðinn hjá sér sjálfir.