Skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt átján ára gamlan pilt í 5 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hættulega líkamsárás en pilturinn sló mann  í hnakkann með steini og stakk hann í bakið með brotnum flöskustúti.

Þetta gerðist í Vestmannaeyjum í október á síðasta ári. Fram kemur í dómnum, að pilturinn sagðist ekki hafa ætlað að meiða nokkurn. Honum hefði verið hent út úr gleðskap af félögum sínum og verið á leið heim til sín þegar atburðurinn átti sér stað. Því hefði árásin verið framin í reiði. Hann sagðist hafa rætt við manninn, sem hann réðist á, strax á eftir og greitt honum bætur.

Dómurinn segir að þessar skýringar piltsins verði ekki metnar honum til refsilækkunar en með hliðsjón af skýrri játningu hans, því að hann hafi ekki fengið refsingu og vegna ungs aldurs hans þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert