Sláttur hafinn í Eyjafirði

Byrjað var að slá í Eyjafjarðarsveit í morgun.
Byrjað var að slá í Eyjafjarðarsveit í morgun. mbl.is/Hjálmar

Hörður Snorrason bóndi í Hvammi í Eyjafirði hóf að slá klukkan 10 í morgun. Að sögn Harðar hefur sprettan verið góð og ekki hefði mátt bíða mikið lengur með að slá. Sláttur er almennt að hefjast í Eyjafjarðarsveit og var m.a. slegið tún á Holtsseli í gær.

Máni Jóhannesson verktaki sá um sláttinn fyrir Hörð, en traktor Harðar var upptekinn í moldarvinnu.

Nánar verður fjallað um túnaslátt í Eyjafirði á vefvarpi mbl.is síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert